Fréttir

34 hljómsveitir - Metþátttaka stelpna!

Við erum búin að fara yfir umsóknirnar og erum himinlifandi yfir öllum þeim hljómsveitum/listamönnum sem taka þátt í Músíktilraunum í ár. laugh

 

34 atriði sóttu um af öllum gerðum tónlistar. Það eru samanlagt 118 ungmenni sem taka þátt í ár á aldrinum 13-25 ára. Kynjaskiptingin er slík að 89 strákar taka þátt og 29 stelpur. En það er nýtt met í þátttöku stelpna í Músíktilraunum!!!  Hvorki meira en minna en 25% eða einn fjórði þátttakenda. heart Þátttaka stelpna á Músíktilraunum hefur sem betur fer aukist jafnt og þétt á síðustu árum en árið 2010 voru þær einungis 10% þátttakenda.