Fréttir

Annar Facebook-leikurinn okkar

SKRÁNINGU Í MÚSÍKTILRAUNIR LÝKUR NÚNA Á MÁNUDAGINN 13. MARS!

Í tilefni þess setjum við Facebook-leik númer tvö í loftið. laugh

 

Það sem þú þarft að gera er að segja okkur hver er uppáhalds hljómsveitin/listamaðurinn þinn sem hefur tekið þátt í Músíktilraunum en EKKI UNNIÐ fyrsta sætið. Tæplega 1200 atriði hafa tekið þátt í tilraunum í gegnum tíðina en þau geta auðvitað ekki öll komist í úrslit eða vinningssæti. Hinsvegar hafa margar af þessum sveitum verið mjög eftirminnilegar og/eða haldið ótrauðar áfram með reynsluna frá Músíktilraunum undir beltinu. 

 

Til dæmis mætti nefna: Kaleo, Par-Ðar, Axel Flóvent, Laser Life, SíGull, In The Company of Men, Fufanu, Endless Dark, Bárujárn, Ultra Mega Technobandið Stefán, We Painted The Walls, Lokbrá, Ekkium, Noise, Ókind, Anonymous, Coral, Dikta, Skörungur, Auxpan, Leggöng Tunglsins, Bisund, Spitsign, Innvortis, Andhéri (Örvar og Gunni í Múm). Bee Spiders, Á Túr, Spírandi Baunir, Mósaík (Benni Hemm Hemm, Ólöf Arnalds ofl.), 200.000 naglbítar, Stolía, Thunder Love, Gröm, Wool (Orri í Sigur Rós og Hössi í Quarashi), Opus Dei, FullTime 4wD, Tjalz Gissur, Suicidal Diarrhea, Cranium, Skítamórall, Niturbasar, Keldusvín, Maunir, Saktmóðigur, Strigaskór nr.42, Trassarnir, Sauðfé á mjög undir högg að sækja í landi Reykjavíkur, Bootlegs, Pandóra, Mosi frændi (Katla Kalda), Bláa bílskúrsbandið (Guðmundur Pétursson á gítar), Mússólíní, Sogblettir, Þarmagustarnir, Mogo Homo, Oxzmá, Nefrennsli, S/H Draumur....  

 

Á heimasíðunni okkar undir Um Músíktilraunir > Eldri Músíktilraunir finnurðu hlekki á upplýsingar um allar Músíktilraunir í gegnum árin.

 

Í verðlaun eru aðgöngumiði fyrir einn á öll undankvöld Músíktilrauna. Nafn eins heppins sigurvegara verður dregið upp úr hatti á mánudaginn kemur. heart