Fréttir

Sigurvegarar Músíktilrauna 2017

 

Vestfirsku fjalladísirnar í dúettinum Between Mountains báru sigur úr býtum í Músíktilraunum 2017.

Samkeppnin var hörð enda óvenju sterkar og fjölbreyttar hljómsveitir þetta árið og hvorki meira en minna en tólf atriði sem komust áfram í úrslit.

 

Niðurstaða kvöldsins var á endanum þessi:

1. sæti  Between Mountains

2. sæti  Phlegm

3. sæti  Omotrack

 

•  Hljómsveit fólksins sem er valin með símakosningu er Misty.

 

•  Söngvari Músíktilrauna eru þær stöllur Katla Vigdís Vernharðsdóttir og Ásrós Helga Guðmundsdóttir úr Between Mountains

 

•  Gítarleikari Músíktilrauna er Helgi Freyr Tómasson úr Hewkii

 

•  Bassaleikari Músíktilrauna er Flemming Viðar Valmundsson úr Phlegm

 

•  Píanó/hljómborðsleikari Músíktilrauna er Dagur Bjarki Sigurðsson öðru nafni Adeptus

 

•  Trommuleikari Músíktilrauna er Ögmundur Kárason úr Phlegm

 

•  Rafheili Músíktilrauna er Helgi Freyr Tómasson úr Hewkii

 

•  og piltarnir sem kalla sig Hillingar fengu viðurkenningu fyrir textagerð á íslensku.

 

 

TIL HAMINGJU ÖLLSÖMUL! og TAKK ALLIR SEM TÓKU ÞÁTT! 

heartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheart