Fréttir

Skráning hefst og ,,Kick-Off“ tónleikar í Hinu Húsinu!

Á morgun, þann 24. febrúar munu sigurvegarar Músíktilrauna síðustu þriggja ára stíga á stokk í Hinu Húsinu. Þetta eru hljómsveitirnar Hórmónar sem sigruðu í fyrra, Rythmatik sem sigraði árið 2015 og hljómsveitin Vio - band sem sigraði árið 2014.

Tilefnið er að morgundagurinn, föstudagurinn 24. febrúar, er einmitt fyrsti dagur skráningar til þátttöku í Músíktilraunir 2017. Þær hefjast síðan rétt um mánuði seinna þann 25. mars.

DAGSKRÁ UPPHITUNARTÓNLEIKANNA:
19:30 - 20:00 Vio
20:10 - 20:40 Rythmatik
20:50 - 21:20 Hórmónar

Við hvetjum alla til að mæta og það er ,,algjörlega" FRÍTT inn!