Nú er komið að því... ótrúlega spennandi úrslitakvöldi Músíktilrauna með 10 ólíkum böndum sem keppa til sigurs.
Fram koma Kröstpönkbandið Þegiðu, Vára, Electric Elephant, Fjöltengi, AvÓkA, SíGull, Par-Ðar, Rythmatik, CALICUT og Stígur.
Auk þess verður valinn söngvari, bassaleikari, hljómborðsleikari, gítarleikari, trommuleikari og rafheili Músíktilrauna ásamt því að veitt verður sérstök viðurkenning fyrir textagerð á íslensku.
Hljómsveit fólksins verður svo valin af salnum í símakosningu.
Ekki missa af þessum frábæra viðburði, njótið og tryggið ykkur miða á midi.is, harpa.is og einnig er hægt að kaupa miða við innganginn.
Sjáumst á Músíktilraunum !