Hljómsveit

Hewkii

 

Sveitarfélag: Reykjavík

 

Á vefnum:    https://www.facebook.com/hewkii/

                      https://www.youtube.com/user/TheOfficialHewkii/videos

Nafn aldur hljóðfæri
Helgi Freyr Tómasson    18  Gítar, hljómborð, tölvur
Ólafur Kári Ólafsson 18 Bassi, tölvur

Um tónlistarmanninn:  

Hewkii er sólóproject Helga Freys Tómassonar, 18 ára pródusers og gítarleikara frá Reykjavík. Helgi byrjaði 10 ára að æfa á gítar en uppgötvaði forritið Ableton Live 13 ára gamall og hefur verið að semja tónlist á því síðan þá.

Hewkii var stofnað með það markmið í huga að vera ekki bundið neinni ákveðinni tónlistarstefnu og síðan fyrsta lag Hewkii kom út árið 2013 hefur hann gefið út housetónlist, trancetónlist, progressive rokktónlist, ambient og metaltónlist svo eitthvað sé nefnt.

Nýlega hefur Hewkii þó verið að vinna að psychedelic trancetónlist og svokölluðu psybient (psychedelic ambient), meðal þeirra verka er framlagslag Hewkii til Músíktilrauna: "Entities on the Other Side".

Helgi mun einnig taka Ólaf Kára Ólafsson með sér upp á svið til þess að spila á bassa og hjálpa við hljómborðs- og tölvustjórnun. Ólafur er ekki meðlimur hljómsveitarinnar en hefur áður aðstoðað við lagasmíðar og flutning Hewkii.

 

 

Spilar á: 

  • 1. kvöld - 25. mars
  • Úrslitakvöld - 1. apríl