Hljómsveit

Meistarar dauðans

 

Sveitarfélög: Reykjavík

 

Á vefnum:  https://www.facebook.com/MeistararDaudans

Nafn aldur hljóðfæri
Ásþór Loki Rúnarsson 18 Gítar og söngur
Þórarinn Þeyr Rúnarsson 13 Trommur og bakraddir
Albert Elías Arason  16 Bassi og bakraddir
Svavar Hrafn Ágústsson 18 Saxófónn
Kári Hlynsson  14 Hljómborð
Freyr Hlynsson 16 Hljómborð

Um bandið:  

Meistarar dauðans hafa spilað saman síðan í febrúar 2011 og hafa komið víða fram meðal annars á Samfés, Rokkjötnum og Eistnaflugi. Árið 2014 tóku þeir þátt í Músíktilraunum og var hljómsveitin þá bæði sú yngsta og trommarinn sá langyngsti til að taka þátt frá upphafi. Meistarar dauðans eru í tónlistarnámi í FÍH, Listaskóla Mosfellsbæjar og Tónlistarskóla Hafnafjarðar. Árið 2015 hópfjármögnuðu þeir sína fyrstu plötu sem var óvænt tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem Rokkplata ársins. Meistarar dauðans hafa frá upphafi leikið þungarokk og vinna nú að nýju efni sem þeir hlakka til að frumflytja á Músíktilraunum í ár.

 

 

Spilar á: 

  • 4. kvöld - 28. mars