Skráning hefst og ,,Kick-Off“ tónleikar í Hinu Húsinu!

Á morgun, þann 24. febrúar munu sigurvegarar Músíktilrauna síðustu þriggja ára stíga á stokk í Hinu Húsinu. Þetta eru hljómsveitirnar Hórmónar sem sigruðu í fyrra, Rythmatik sem sigraði árið 2015 og hljómsveitin Vio - band sem sigraði árið 2014.

Tilefnið er að morgundagurinn, föstudagurinn 24. febrúar, er einmitt fyrsti dagur skráningar til þátttöku í Músíktilraunir 2017. Þær hefjast síðan rétt um mánuði seinna þann 25. mars.

DAGSKRÁ UPPHITUNARTÓNLEIKANNA:
19:30 - 20:00 Vio
20:10 - 20:40 Rythmatik
20:50 - 21:20 Hórmónar

Við hvetjum alla til að mæta og það er ,,algjörlega" FRÍTT inn!

Músíktilraunir 2017

Músíktilraunir eru vaknaðar úr dvala og öll hjól byrjuð að snúast! heart

Senn líður að skráningu í tilraunirnar og því ekki seinna vænna að stofna hljómsveit wink

Pages

Subscribe to Músíktilraunir 2017 RSS