Bjartr og Omotrack komust áfram . . . . . . . . og fjórar aðrar sveitir!

Geggjuð stemmning var á fjórða og síðasta undankvöldinu í Hörpu. heart

Salurinn valdi seiðandi hryn og lúðrahljóma Omotrack áfram og dómnefndin valdi kraftmikið rappið hjá Bjartrlaugh

Einnig hleypti dómnefndin hvorki meira en minna en fjórum "Svörtum-Pétrum" áfram á úrslitakvöldið en þær sveitir höfðu áður spilað á fyrri undankvöldum. Þær eru: Misty, Gróa, Hillingar og Phlegm.

TIL HAMINGJU ÖLLSÖMUL!  yesheart

Korter í flog og Gabríel Ólafs komust áfram

Það var víst hiti í herbergi dómnefndar á þriðja undankvöldinu. Hugsanlega er það vísbending um að fleirri sveitum verði kannski hleypt áfram á úrslitakvöldið. En það sem að við vitum er að salurinn valdi Gabríel Ólafs áfram og dómnefndin valdi Korter í flog.

Pages

Subscribe to Músíktilraunir 2017 RSS