Þriðji Facebook-leikurinn okkar!

Sauðfé á mjög undir högg að sækja í landi Reykjavíkur

Undanúrslitakvöld Músíktilrauna hefjast eftir rétt rúma viku, laugardaginn 25. mars í Hörpu. Í tilefni þess setjum við Facebook-leik númer þrjú í loftið. laugh

 

Um 1180 hljómsveitir/listamenn hafa tekið þátt í tilraununum frá upphafi. Mörg þeirra hafa skartað skemmtilegum og skrítnum nöfnum. Eitt af eftirminnilegustu hljómsveitarnöfnunum í sögu Músíktilrauna er án efa hljómsveitin Sauðfé á mjög undir högg að sækja í landi Reykjavíkur. Hún var frá Selfossi/suðurlandi og tók þátt árið 1990. Sveitin komst í úrslit en vann ekki til verðlauna. Hinsvegar varð sveitin landsþekkt fyrir nafnið sitt sem er líklega lengsta hljómsveitarnafn Íslandssögunnar. surprise

 

Það sem þú þarft að gera til að taka þátt í Facebook-leiknum er að segja okkur hvert er uppáhalds hljómsveitar/listamanns-nafnið þitt úr sögu Músíktilrauna. heart

Hér á heimasíðunni okkar undir Um Músíktilraunir > Eldri Músíktilraunir finnurðu hlekki á upplýsingar um allar Músíktilraunir í gegnum árin.

 

Í verðlaun eru aðgöngumiði fyrir einn á öll undankvöld Músíktilrauna. Nafn eins heppins sigurvegara verður dregið upp úr hatti á mánudaginn kemur. yes

34 hljómsveitir - Metþátttaka stelpna!

Við erum búin að fara yfir umsóknirnar og erum himinlifandi yfir öllum þeim hljómsveitum/listamönnum sem taka þátt í Músíktilraunum í ár. laugh

 

34 atriði sóttu um af öllum gerðum tónlistar. Það eru samanlagt 118 ungmenni sem taka þátt í ár á aldrinum 13-25 ára. Kynjaskiptingin er slík að 89 strákar taka þátt og 29 stelpur. En það er nýtt met í þátttöku stelpna í Músíktilraunum!!!  Hvorki meira en minna en 25% eða einn fjórði þátttakenda. heart Þátttaka stelpna á Músíktilraunum hefur sem betur fer aukist jafnt og þétt á síðustu árum en árið 2010 voru þær einungis 10% þátttakenda.

 

Pages

Subscribe to Músíktilraunir 2017 RSS